Franska í gegnum leik í eina viku - Upprifjun A1/A2

Þetta námskeið býður upp á 10 klst. frönskukennslu í eina viku til þess að rifja upp frönskukunnáttu sína á skömmum tíma.

Nemendur rifja upp frönskukunnáttu sína umkringdir frönsku í Alliance Francaise í Reykjavík. Markmiðið er að bjóða upp á leiki sem hjálpa nemendunum að rifja upp helstu atriði í frönsku á A1/A2 stigi. Föstudaginn verður boðið upp á léttvínsglas.

Þetta námskeið er fyrir nemendur sem hafa klárað að minnsta kosti stigið A1. Stöðupróf.

Markmið

  • að rifja upp á skemmtilegan hátt
  • að læra hratt með því að vera umkringdir frönsku

Styrkir til náms og greisðlur

Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.

Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.

  • DAGSETNING: frá 19. til og með 23. júní 2023
  • TÍMASETNING: kl. 17:30-19:30 alla virka daga
  • VERÐ: 23.100 kr. (21.600 kr. fyrir 29. maí)