Ólympíuleikar barna

Á hverjum degi munu börnin æfa íþróttagrein og fá tækifæri til að taka þátt í smákeppni til að vinna til verðlauna. Börnin munu fá að prófa sig í hlaupum, badminton, borðtennis, touch rugby og körfubolta. Á sama tíma munu þau uppgötva gildismat Ólympíuleikans, þar sem Ólympíuleikar og Ólympíuleikar fatlaðra í París 2024 nálgast.

*Áætlun og íþróttagreinarlisti geta breyst eftir veðri.

Dagsetningar og tímasetningar

Vinnustofur fara fram frá 9:00 til hádegis daglega.

Það stendur líka til boða að borða nesti milli hádegis og 13:00 og horfa svo á bíómynd eða fara út (eftir veðri) til 14:30.

Upplýsingar

    • Aldur: 6 til 10 ára
    • Lágmark og hámark þátttakenda : 4 til 8 þátttakendur
    • Smá hressing verður í boði en börnin þurfa að koma með hádegisnesti ef þau borða í Alliance í hádeginu.
    • Það er ekki skylda að kunna frönsku til að taka þátt. Markmiðið er að uppgötva tungumál í skemmtilegu umhverfi.
    • Sendiráð Frakklands á Íslandi styður við kaup á íþrottavörum.

  • DAGSETNINGAR: frá 12. til 16. júní kl. 9:00-14:30
  • VERÐ: 30.500 kr. (27.500 kr. fyrir 18. maí)

    • Systkinaafsláttur: -3.000 kr. af gjaldi annars.
    • Boðið er upp á endurgreiðslu á hluta fjárhæðarinnar fyrir félagsmenn félags foreldra frönskumælandi barna. Vinsamlega hafið samband við foreldrar.franskra.barna@gmail.com fyrir frekari upplýsingar.
SKRÁNING