Fjölskynjunarsýning: "Konurnar sem planta trjám" eftir Christalena Hughmanick

Alliance Française í Reykjavík, Skógræktarfélag Íslands og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Íslands bjóða upp á fjölskynjunarsýninguna „The Women Who Plant Trees“ eftir Christalena Hughmanick. Hún verður í húsakynnum Alliance Française frá 2. til 20. desember 2022.

Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 2. desember klukkan 18:30.

Í ágúst 2021 hóf Skógræktarfélag Íslands samstarf við Christalena Hughmanick um sérstakt verkefni sem tengir saman list og skógrækt, það að leiðarljósi að færa heim skógræktar til almennings með listsköpun. Tilgangur verkefnisins var að beina kastljósinu að þeim konum sem hafa verið og eru enn að taka þátt í skógræktarstarfi undir forystu skógræktarfélaga á Íslandi frá 1930, fá þær til að deila sjónarhorni sínu og sýna hvernig þær umgangast skógana daglega. Verkefnið kannar hvernig skógar hafa falið í sér þann sameiginlega metnað að takast á við umhverfiskreppuna og bæta lífskjör á Íslandi í næstum heila öld.

Christalena mun á sýningu sinni kynna niðurstöðu þessara rannsókna. Hún mun gefa út stafræna plötu með viðtölum við nokkrar af þeim konum sem hún hefur kynnst auk náttúruhljóða sem hún hefur tekið upp. Þar verða viðtöl og ljósmyndir af ferðum hennar árið 2021 til sýnis meðan á sýningunni stendur.

Titill sýningarinnar er innblásinn af „Maður skógarins (Maðurinn sem gróðursetti tré)“, stuttri ritgerð Jean Giono sem hann skrifaði árið 1953 um Elzéard Bouffier, sauðfjárbónda sem tekur sér fyrir hendur að gróðursetja eikar-og birkitrjáa í frönsku fjöllunum í Provence og kynnir –á fallegan hátt -þær samfélagslegu og umhverfislegu umbætur sem hafa áttáttu sér stað í gegnum árin fyrir litla fjallasamfélagið. Saga sem minnir um margt á sögu íslenskrar skógræktar á 20. öld.

  • Alliance Française, Tryggvagötu 8, 2. hæð.
  • Opið alla virka daga frá kl. 13 til kl. 18 og á laugardögum kl. 10-12.

Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 2. desember klukkan 18:30.