Höfundaspjall - „Ru“ eftir Kim Thúy

Alliance Française de Reykjavík mun, í samstarfi við Benedikt bókaútgáfu franska sendiráðið á íslandi og kanadíska sendiráðið á Íslandi, bjóða upp á bókakvöld í kringum íslensku útgáfu bókarinnar „Ru“ eftir Kim Thúy. Hún var nýlega þýdd á íslensku.

Það verður mikill heiður fyrir Alliance Française í Reykjavík að taka á móti Kim Thúy, kanadískum rithöfundi af víetnömskum uppruna sem hlaut fjölda verðlauna fyrir bók sína „Ru“ sem kom út í Quebec árið 2010. Það er annað frábært nafn í bókmenntum sem mun leiða samtalið: Auður Ava Ólafsdóttir, höfundur „Afleggjarans“ og „Ungfrúar Íslands“.

Samtalið fer fram á ensku með brotum úr bókinni „Ru“ sem verður lesin á frönsku og á íslensku. Að lokum verður hægt að spyrja spurninga. Heildartími kynningarinnar verður ekki lengri en 1 klst.

Í lok viðburðarins verður vínglas í boði kanadíska sendiráðsins á Íslandi. Alliance Française mun bjóða upp á léttar veitingar.

Þessi óformlega stund mun leyfa þátttakendum að tala við Kim Thúy og Auði Övu, eða við Arndísi Lóu sem þýddi „Ru“ á íslensku fyrir Benedikt útgáfu.

Hægt verður að kaupa íslensku útgáfuna af bókinni á staðnum.

  • fimmtudaginn 29. september 2022
  • kl. 20:30
  • Alliance Française, Tryggvagötu 8, 2. hæð