Búningabíó „Céline Dion: Aline“

  • Staðsetning: Bíó Paradís
  • Dagsetning og tímasetning: laugardagur 26. febrúar, kl. 21

Laugardaginn 26.febrúar kl. 21- búningabíó á sýningu myndarinnar Aline sem er innblásin af ævi Celine Dion.

Poppdívan Celine Dion hefur farið i gegnum fjóra áratugi af stórfenglum fatnaði. Allt frá því að hún sló í gegn í Quebec árið 1981, tók þátt í Evróvisjón 1981, fór á heimstónleikaferðalag 2019, söng titillagið í Titanic árið 1997 og eftir að hún bjó í Las Vegas frá árinu 2000. Dæmi um einstakan stíl hennar eru gallaefnin og póló bolurinn sem hún klæddist sem táningur, brúðarkjóllinn hennar sem var bróderaður með tvö þúsund demöntum, útvíðu gallabuxurnar, ósamhverfu kjólarnir, litríkar kápurnar, hvítu jakkafötin, gylltu kjólarnir, endalausu skópörin, það er af nógu að taka hvað varðar innblástur til að mæta í Celine Dion búningabíó!

Komið og fagnið poppdívunni í þeim búning sem talar mest til ykkar Celine Dion ára.

Í verðlaun eru kampavínsflaska og eitt gjafabréf fyrir bíómiða og drykki í Bíó Paradís!

KAUPA MIÐA Í BÍÓ PARADÍS

Céline Dion: Aline

eftir Valérie Lemercier

Tegund: Ævisaga, Drama, Grín.
Tungumál: Franska og enska með enskum texta.
2020, 128 mín.

Aðalhlutverk: Valérie Lemercier, Sylvain Marcel, Danielle Fichaud

Búðu þig undir að hlæja, gráta og syngja á þessari stórkostlegu kvikmynd á Franskri kvikmyndahátíð 2022!

Í Québec, í lok sjöunda áratugarins fæðist Aline, yngst fjórtán systkina fædd þeim Sylvette og Anglomard Dieu. Tónlistin er fjölskyldunni allt. Aline uppgötvar að hún hefur einstaka sönghæfileika. Þegar framleiðandinn Guy-Claude heyrir röddina hennar verður hann staðráðinn í að búa til úr henni stærstu söngdívu heims. Myndin er frjálslega byggð á ævi poppgyðjunnar Céline Dion og var ein vinsælasta mynd síðasta árs.

„Hvort sem maður er hrifinn af lögum Céline Dion eða ekki þá er myndin hin besta skemmtun, ekki síst vegna þess hve leikaravalið er vel heppnað.“ (CNews).

TIL BAKA