Ninna Pálmadóttir ásamt öðrum leikstýrum ræða saman

Ninna Pálmadóttir, leikstjóri og sigurvegari Sólveig Anspach verðlauna 2020 ásamt Kristínu Jóhannesdóttur, Tinnu Hrafnsdóttur og Önnu Karín Lárusdóttur ræða saman á íslensku um kvennahreyfinguna innan kvikmyndalistarinnar á Íslandi.

Stuttmyndasamkeppni Sólveigar Anspach var stofnuð árið 2016. Markmið keppninnar er að heiðra stuttmyndir sem leikstýrt er af frönskum eða frönskumælandi / íslenskum eða íslenskumælandi konum, en um leið að styðja við frumlega kvikmyndagerð kvenna. Sólveigar Anspach samkeppnin er opin stuttmyndum sem konur hafa leikstýrt. Keppnin er samvinna á milli Frönsku kvikmyndahátíðarinnar og RVK Feminist Film Festival.

Dagskrá

    • Sýning stuttmyndarinnar “Paperboy” eftir Ninnu Pálmadóttur.
    • Kynning á ensku á Sólveig Anspach verðlaunum.
    • Umræða á íslensku á milli Ninnu Pálmadóttur, Kristínar Jóhannesdóttur, Tinnu Hrafnsdóttur og Önnu Karínar Lárusdóttur um kvennahreyfinguna innan kvikmyndalistarinnar á Íslandi. Hægt verður að spyrja þær spurninga í lok umræðunnar.

Viðburðurinn verður haldinn í Alliance Française í Reykjavík, Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík

Upplýsingar

    • Verið öll velkomin
    • Staðsetning: Alliance Française í Reykjavík, Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík
    • Dagsetning og tímasetning: Þriðjudagur 12. október, kl. 20:30

Þessi viðburður er í boði með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík.