Þetta matreiðslunámskeið á frönsku er ætlað nemendum á aldrinum 5 til 8 ára sem hafa áhuga á matargerð. Á hverjum morgni uppgötva þátttakendur eitt hérað í Frakklandi og uppskrifir sem eru tengdar því. Eftir hádegi elda þátttakendur einn rétt frá héraði dagsins.

Héruðin sem verða kynnt eru Bretagne, Grand Est, Centre og Occitanie.
Síðasta daginn velja þátttekendur uppáhalds uppskrift þeirra og bjóða foreldrum sínum að smakka.

Markmið

    • að uppgötva matargerð 5 héraða í Frakklandi
    • að læra að fylgja uppskriftum
    • að nota frönsku á skapandi hátt
    • að vinna í hópum

Dagsetningar og tímasetningar

    • Mánudagur 29. mars
    • Þriðjudagur 30. mars
    • Miðvikudagur 31. mars
    • Fimmtudagur 1. apríl
    • Föstudagur 2. apríl

Vinnustofan fer fram kl. 10 til kl. 15.
Hægt er að láta börnin borða í Alliance Française kl. 12-13. Börnin þurfa að vera með nesti.

Upplýsingar

    • Vinnustofan er ætluð nemendunum frá 5 ára til 8 ára.
    • Við mælum með stigi A2 í frönsku til að geta fylgst með vel.
    • Börnin þrufa að vera með svuntu og matarílát.
    • Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna vinnustofuna. Hámark: 8 nemendur.

Kennari

Lucie Collas

  • DAGSETNING: mánudagur 29. mars, þriðjudagur 30. mars, miðvikudagur 31. mars, fimmtudagur 1. apríl og föstudagur 2. apríl (kl. 10-15)
  • VERÐ: 42.000 kr. fyrir 19. mars (45.000 kr. eftir 19. mars) – Hráefnin innifalin
    – 3.000 kr. af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina
SKRÁNING