L’Alliance Française í Reykjavík bauð upp á tvær vinnustofur í eina viku fyrir börn frá 6 ára í júní. Romane Garcin kenndi þessar tvær vikur.

Fyrsta vikan (22. til 26. júní 2020) bauð upp á kynning á japanskri list. Skrautritun og kanji, ævintýri, þjóðsögur og mangas, origami, koinobori, o.s.frv. Þessi frístund hafði það markmið að efla listsköpunargáfu barna í gegnum verkefni og myndlist. Vinnustofan var á frönsku.

Önnur vikan (29. júní – 3. júlí 2020) var kynning á Kamishibai sem er lítið japanskt leikhús/svið úr pappír eða kartoni. Börnin uppgötvuðu sögu þessar listar, bjuggu til sögu á frönsku og sviðsmyndir. Í lok frístundarinnar fluttu börnin söguna með því að nota Kamishibaï sviðið.

Þessar tvær vinnustofur voru mjög vinsælar og börnin uppgötvuðu á frönsku aðrar menningar og skemmtu sér mikið.