Langar þig í ókeypis menningargöngu á ensku, pólsku, spænsku, filippseysku, arabísku, farsi, frönsku eða litháísku.

Hvar eru listasöfnin, bókasöfnin, leikhúsin og skemmtilegu staðirnir í Reykjavík? Hvað er hægt að gera ókeypis? Hvað er í boði fyrir börn, fjölskyldur og fullorðna? Slástu í hópinn og lærðu allt um það Reykjavík hefur upp á að bjóða!

Í lok göngunnar hittast hóparnir í Borgarbókasafninu, Tryggvagötu 15, þar sem boðið verður upp á hressingu og lifandi tónlist með Jelena Ciric og Margréti Arnardóttur.

Með göngunum vekjum við athygli á þeim fjölbreyttu menningarviðburðum sem í boði eru hjá lista- og bókasöfnum Reykjavíkurborgar. Við vonumst til að heyra sem flest tungumál á þessum sívinsælu göngum sem haldnar hafa verið á hverju sumri í áraraðir.

Allir eru velkomnir og er þátttaka ókeypis!

Facebook síða.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð á vegum Borgarbókasafns, Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir. 

Hægt er að sjá yfirlit yfir kvöldgöngur sumarsins hér.