Í tengslum við Hátíð franskrar tungu 2020 munu franska sendiráðið, Alliance Française í Reykjavík og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynna þrjár afrískar stórmyndir sem gerast á okkar dögum. Myndirnar verða allar sýndar í Veröld með atbeina Institut Français.

Þriðja myndin er Wùlu eftir Daouda Coulibaly.

Ladji, tvítugur að aldri, er reddari hjá skutlbílastöð í Senegal. Yfirmaðurinn kann ekki að meta hann en hann vantar pening til að leysa systur sína úr vændi. Hann ákveður að tala við Driss, fíkniefnasala, og fá vinnu hjá honum. Hann fer að smygla fíkniefnum frá Malí til næstu landa og til eiturlyfja- og hryðjuverkahópa.
Allt gengur honum í haginn og á vegi hans verður Assitan, en margt fer öðruvísi en ætlað er.

    • Myndin er á frönsku og bambara en sýnd með enskum texta.
    • Lengd : 95 min
    • Allir velkomnir.