Í tengslum við Hátíð franskrar tungu 2020 munu franska sendiráðið, Alliance Française í Reykjavík og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynna þrjár afrískar stórmyndir sem gerast á okkar dögum. Myndirnar verða allar sýndar í Veröld með atbeina Institut Français.

Önnur myndin er Félicité eftir Alain Gomis.

Myndin segir sögu Félicité, söngkonu í Kinshasa (Kongó). Hún býr ein með Samo, sextán ára syni sínum. Dag nokkurn lendir hann í slysi á mótorhjóli. Til þess að bjarga honum frá því að missa annan fótinn endasendist hún í örvæntingu um borgina, og um fortíð sína og drauma. Til að afla nauðsynlegs fjár fyrir aðgerðinni leitar hún til fyrrum kunningja sem taka henni vægast sagt fálega. Hvernig þeir bregðast við varpar ljósi á ástandið í Kongó nútímans, sem er bæði flókið og mótsagnakennt.

    • Myndin var heimsfrumsýnd í opinbera valinu á Berlínarhátíðinni 2017 og vann þar dómaraverðlaunin.
    • Myndin er á frönsku og lingala en sýnd með enskum texta.
    • Lengd : 123 mínútur.
    • Allir velkomnir.