Le Boudoir (Dyngjan)

 

    • Sýning í Alliance Française í Reykjavik frá 13. til 21. febrúar 2020
    • Opnun 13. febrúar 2020 kl.18 (léttvínsglas og snarl)

„Le Boudoir“ er myndlistarsýning þar sem mætast verk listamannanna Zuzu Knew, Katrínar I. Jónsdóttur Hjördísardóttur, Serge Comte, Nínu Óskarsdóttur og Claire Paugam.

Le boudoir (dyngjan) er herbergi sem er skrautað á fágaðan hátt. Herbergið er sérstaklega ætlað konum. Eigandinn getur farið í herbergið til að njótta þess að vera ein eða til að tala leynilega við vildarvini. Maður einangrar sig í dyngjuna til að spjalla, fara yfir leynileg mál eða til að gefa sig nautnalífi á vald. Þar af leiðandi er þetta herbergi einkarými oft falið fyrir körlum. Það er í hnotskurn dularfullur staður fullur af hugarburðum.

Listaverk myndlistamanna sýningarinnar fjalla um kvenleika, frygð, munúð, dáleika ásamt leyndardómum og íhugun.

    • Sýningarstjóri: Claire Paugam

Þessi sýning er í boði í tilefni af « Les Fêtes galantes » hátíðinni.

Þessi myndlistarsýning er í boði með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi.