Þó að það séu yfir 3.000 vínræktendur í Frakklandi, eru minna en 3 prósent þeirra að vinna vínið með lífrænum hætti eða náttúrulegum aðferðum í framleiðslunni. Í kvikmyndinni fáum við að kynnast frönskum vínframleiðendum sem eru taldir vera leiðandi í þesskonar framleiðsluháttum ásamt því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi.

Myndin verður sýnd á frönsku með enskum texta.

Einstakt tækifæri á að sjá þessa stórkostlegu heimildamynd en að sýningu lokinni verður boðið upp á vínsmökkun á lífrænum vínum.

Í þessu tilefni kynnir Dóri DNA franskt náttúruvín í samstarfi við vínbarinn Port 9. Þetta vín er fáanlegt á Íslandi.

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA