NÚ ER OPIÐ fyrir skráningar í stuttmyndakeppni Sólveigar Anspach 2020

Lokað verður fyrir skráningar þann 9. nóvember 2019

 

Skilyrði fyrir þátttöku:

  • Að kona sé leikstjóri stuttmyndarinnar og hún hafi ekki haft framleiðslufyrirtæki á bak við sig í fleiri en þremur myndum.
  • Þjóðerni leikstjóra: Þátttakandi sé með ríkisfang eða búsetu í frönskumælandi landi, eða sé íslensk eða búsett á Íslandi.
  • Tegund /þema: Öll þemu leyfð.
  • Myndin sé að hámarki 20 mínútna löng, að meðtöldum kreditlistum.
  • Að lokið hafi verið við stuttmyndina eftir 1. janúar 2017.
  • Að myndin sé á frönsku eða íslensku. Það er skilyrði að hún sé með enskum texta.
  • Þátttakendur sem sækja um þurfa að hafa aldrei fengið verðlaun Sólveigar Anspach áður.
UMSÓKN
REGLUR

Allar valdar stuttmyndir verða sýndar á Frönsku kvikmyndahátíðinni í janúar 2020 í Reykjavík (á Íslandi) og á stuttmyndahátíðinni Côté Court í júní 2020 í Pantin (í Frakklandi).

Dómnefnin afhendir tvö verðlaun, ein fyrir bestu stuttmyndina á frönsku og ein fyrir bestu stuttmyndina á íslensku.

Sendiráð Íslands í París býður íslenska leikstjóranum, sem hlýtur verðlaunin, til Frakklands til þess að kynna mynd sína á stuttmyndahátíðinni Côté Court í Pantin.

Netfang: sashortfilms@af.is