Þú ert velkominn

Laurent Chouard
  • 12.-13. september 2019 á opnunartíma.
  • Opnun fimmtudaginn 12. september kl. 18 (léttvínsglas og snarl).

Þessi sýning er skil verkefnis Laurent Chouard í kjölfar gestavinnustofu Listastofunnar.

Þú ert velkominn er ljósmyndaferð um íslenska landslagið þar sem raflína fer frá Kröfluvirkjun til Húsavíkur og Voladalstorfu. Laurent Chouard rannsakar feril línunar og þróun landslagsins með tilliti til þeirra áhrifa framleiðsla rafmagns með jarðhita hefur á umhverfið.

Þú ert velkominn, eru síðustu orðin sem Laurent Chouard heyrði undir lok ljósmyndaferðar sinnar. Þessi orð eru því titill sýningarinnar í Alliance Française í Reykjavík.

 

Laurent Chouard er ljósmyndari. Hann vinnur í París.
https://www.laurentchouard.com/portfolio