Versatile Uprising er gagnvirk listsýning þeirra Claire Paugam og Raphaëls Alexandres og frumsýnd í listhúsinu Wind and Weather Window http://www.windandweather.is/

Versatile Uprising er þrívíddarsýning með hljóði og ljósum sem birtir okkur ímyndað landslag með lýsingu sem dregur fram svört form. Sýningin fer fram í þremur útstillingargluggum listhússins Wind and Weather Window

Veggir listhússins eru málaðir í svörtu. Þar getur að líta svarta, formlausa skúlptúra sem LED geislavendir lýsa og draga upp geómetrísk form. Geislavendirnir hafa verið forritaðir þannig að þeir sýna mynstur á hreyfingu í takt við hljóðmynd sem gæðir þrívíddarmyndina lífi, jafnframt því að lýsa upp skúlptúrana.

Áhorfendum býðst að taka þátt í myndverkinu með því að leggja höndina upp að nema sem er á bak við stærstu rúðuna. Þeir geta þannig stýrt ljósunum og kannað að vild þetta ímyndaða landslag.

Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi styðja þessa sýningu.

Hún er hluti af dagskrá Vetrarhátíðar í Reykjavík (7.-10. febrúar 2019), sjá http://winterlightsfestival.is/about

Í tilefni af Vetrarhátíðinni kynna Claire Paugam og Raphaël Alexandre verk sitt „Vertical Uprising“ á frönsku fyrir framan Wind and Weather Window Gallery fimmtuaginn 7. febrúar 2019 kl. 19.

Kynningin verður í beinni á Facebook vefsíðu Alliance Française de Reykjavík