Í tilefni af hátíðinni « Keimur », bjóða sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík upp á pikknikk með réttum úr franskri heimilismatseld í samstarfi við Hagkaup. Viðburðurinn verður laugardaginn 24. nóvember 2018 frá kl. 11 til kl. 14 í Alliance Française í Reykjavík. Þátttakendur láta gesti Alliance Française í Reykjavík smakka uppáhalds réttina sína.

Markmiðið er það að uppgötva uppskriftir úr franskri heimilismatseld sem tíu þátttakendur búa til og láta gesti smakka: aðalréttir (bökur, tertur, gratín, o.s.frv.) eða eftirréttir (tertur, kökur, o.s.frv.). Þátttakendur velja sína eigin uppskrift. Þessir tíu þátttakendur fá 5.000 kr. inneign í Hagkaup til þess að geta keypt hráefni uppskriftanna.

Pikknikkið er opið fyrir alla og er ókeypis. Sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík bjóða upp á drykki.

Eftir pikknikkið verður spurningakeppni á frönsku um franska matgerðarlist. Vinningar í boði.

 

Hvernig á að taka þátt?

  • Gerast þátttakandi til að elda rétt. Hámarks fjöldi þátttakenda er 10. Skrá sig með því að fylla eyðublaðið.
  • Skipuleggjendur velja þátttakendurna og réttina.
  • Þátttakendurnir sem hafa verið valdir þurfa að koma í Alliance til að sækja inneignina (5.000 kr.)
  • Þátttakendurnir deila réttunum sínum í Alliance Française í Reykjavík, laugardaginn 24. nóvember, kl. 11-14.
GERAST ÞÁTTTAKANDI