Hvalreki

Sýning eftir M.i.n.u.i.t

Opnun 8. nóvember 2018, kl.18.
Sýning frá 8. til 10. nóvember 2018.

 

Hvalreki er niðurstaða rannsóknarverkefnis í kjölfar gestavinnustofu Listastofunnar sem Alliance Française í Reykjavík, Franska sendiráðið á Íslandi og Icelandair styðja. Candice Quédec öðru nafni M.i.n.u.i.t vildi rannsaka tengsl á milli manna, landslags og hvala. Hana langar að deila hluta af verkefni sínu sem er enn í bígerð: minnispunktum, rissmyndum, ljósmyndum, frásögnum kynna, tilraunum og hugmyndum sem hún safnaði á Íslandi í einn mánuð í tilefni af gestavinnustofunni. Þótt verkefnið sé ekki tilbúið uppgötvaði M.i.n.u.i.t annan heim, tengslin sem eru á milli manna og hvala.

 

M.i.n.u.i.t er ung listakona frá Bretaníu. Hún er útskrifuð frá listaskólanum Beaux-Arts í Rennes. Hún finnur innblástur sinn úr sjó, ströndunum, lykt sjávarúðans, kuldanum og vindinum. Eftir nokkrar heimsóknir til Íslands hefur listaiðkun hennar þróast. Hún er komin aftur til Íslands í einn mánuð í gestavinnustofu Listastofunnar með Alliance Française í Reykjavík.

https://www.facebook.com/minuitartdesign/

https://www.instagram.com/m.i.n.u.i.t/