“I’ve been looking for a punch bag all day” er sýning eftir listakonuna Martynu Daniel – stofnanda og meðstjórnanda Listastofunnar.

Hún býður ykkur á opnunina þann 25. Október frá 18:00. Hnefaleika búnaður verður í boði til að fá útrás í umhverfi fullu af litum og glimmeri.

 

Martynu Daniel finnst gaman að prófa nýja hluti. Hún aðhyllist sterkum og árásargjörnum litum, skörpum áferðum, lími og alls kyns glitrandi hluti. Það er ekki til tegund af málningu sem að hún notar ekki en flest málverkin hennar eru samblanda af akryl litum, lími og olíu litum. Heimurinn hennar er gríðarlega litmikill og maragir segja að verkin hennar séu mjög hávær. Á þessari sýningu skoðar hún árásargirni og fyrir henni er hvert málverk líkt og bardagi. Afraksturinn af þessum bardögum er eitt stórt og hrætt verk sem nefnis “The Empty Orchestra”

 

„Við elskum öll bornin okkar jafnt. Því miður er það bara ekki rétt. Ef til vill er það ástæðan afhverju ég á bara eitt.

Ég vorkenni málverkunum sem að ég elska ekki. Hver þeirra er bardagi og stundum sigra ég stundum tapa ég. Sum valda mér vonbrigðum á meðan önnur gera mig stolta. Ég fel verkin sem að valda mér vonbrigðum en ég fæ samviskubit. Á ég að gefast upp á þeim eða reyna betur.

Ef að ég reyni að breyta þeim í eitthvað sem að sem að þau eru ekki, er kannski ekki hægt. Kannski, líkt og mannfólkið, hafa þau sína sjálfsmynd og finna einhvern sem að sæer fegurð í þeim. Kannski eru þau bara rusl.

 

Ættleiddu málverk ef að þú elskar það en sum eru ekki til ættleiðingar þar sem að ég elska þau of mikið.“