Alliance Française í Reykjavík og franska sendiráðið á Íslandi styðja viðburði og þátttöku höfundarins Benjamin Chaud í Mýrarhátíðinni.

 

Fimmtudagur 11. október

13:00 – 14:15 | SAGNAFLÓÐ OG VINNUSTOFA

Við fylgjum Bangsapabba eftir í leit hans að Bangsa litla, um borg og bý, úti á sjó og ofan í sjó. Finnur þú Bangsa litla á hverri opnu? Þessi heillandi saga eftir franska höfundinn Benjamin Chaud verður lesin á frönsku. Jessica Devergnies-Wastraete les. Að lestri loknum mun höfundurinn aðstoða þig við að gera þína eigin bók! Í samstarfi við Alliance Française.

Barnabókasafn | Á frönsku / íslensk túlkun | Frjálst en skráning nauðslynleg (fyrir einstaklinga og skólahópa) | 6-11 ára

Skráning á myrinfestival@gmail.com
Nánari upplýsingar um Mýrarhátíðina

Staðsetning viðburðarsins