Í tilefni af komu Marie Tabarly og báts hennar „le Pen Duick VI“ vegna verkefnisins Elemen’Terre býður Alliance Française í Reykjavík upp á kynningu og samræðustund með Leina Sato, kafara án súrefnisbúnaðar.

Samræðustundin verður laugardaginn 29. september kl. 14:00 í Alliance Française í Reykjavík.

Þau segja frá upplifun sinni í köfun á Íslandi og svara spurningum þátttakenda. Spjallið verður á frönsku.

Þessi samræðustund verður í boði eftir sýningu heimildarmyndarinnar „Mère Océan (The Journey)“ eftir Jan Kounen og Anne Paris (52 mín, 2016). Þessi heimildarmynd sýnir Leina Sato kafa meðal hvala, búrhvala og höfrunga þegar hún var þunguð. Hemildarmyndin er á frönsku og ensku (með enskum texta).

Þessi viðburður er fjölskylduvænn.

Ókeypis aðgangur.

Leina Sato

Kynning