400 högg

eftir François Truffaut

Dramatísk gamanmynd, enskur texti.
1959, 99 mín.

Leikari: Jean-Pierre Léaud.

Antoine á stormusöm unglingsár. Skemmtilegast finnst honum að fremja óknytti. Hann lýgur að foreldrum sínum, hann stelur og stingur af. Dag nokkurn kemur lögreglan til skjalanna.

Þetta er fyrsta kvikmynd Truffauts og hlaut leikstjórnarverðlaunin í Cannes árið 1959. Þarna fór Jean-Pierre Léaud í fyrsta skipti með hlutverk Antoines Doinels og þetta var ein fyrsta kvikmyndin í frönsku nýbylgjunni.

Bíómyndirnar Núll fyrir hegðun og 400 högg eru partur af klassíska kvöldinu.

Á klassíska bíókvöldinu (mánudagur 11. febrúar kl. 20) býðst ykkur að sjá tvö meistaraverk franskra kvikmynda, verk sem eru í hávegum höfð út um allan heim. Myndirnar hylla ákveðna æskuímynd, frjálsa og ósvífna, eins og lýst er í persónum og atburðum sem nú eru orðnar að þjóðsögum.

MIÐASALA
TIL BAKA