Kanadakvöld „Matthias et Maxime“ – sunnudagur 2. febrúar kl. 17

Kanadakvöld „Matthias et Maxime“ eftir Xavier Dolan Áhugamaður er að gera stuttmynd og fær tvo æskuvini til að kyssast í myndinni. Eftir þennan léttvæga koss grípur um sig efi hjá vinunum, þeir horfast í augu við tilhneigingar sínar og jafnvægið í vinahópnum raskast sem og í tilveru þeirra sjálfra. Myndin verður sýnd á frönsku með…

Vínkvöld „Wine Calling“ – laugardagur 1. febrúar kl. 18

Þó að það séu yfir 3.000 vínræktendur í Frakklandi, eru minna en 3 prósent þeirra að vinna vínið með lífrænum hætti eða náttúrulegum aðferðum í framleiðslunni. Í kvikmyndinni fáum við að kynnast frönskum vínframleiðendum sem eru taldir vera leiðandi í þesskonar framleiðsluháttum ásamt því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Myndin verður sýnd á frönsku með…

Sólveigar Anspach kvöldið – fimmtudagur 30. janúar kl. 17:50

Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík efndu til Sólveigar Anspach verðlaunanna með stuðningi Reykjavíkurborgar, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og kvikmyndaframleiðandans Zik Zak. Tilgangurinn var að heiðra minningu Sólveigar Anspach og hvetja ungar konur til dáða í kvikmyndaleikstjórn. Verðlaunin eru veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku eða íslensku, tungumálunum hennar Sólveigar. Þetta er…

Glæpamyndakvöld „Morðinginn býr í númer 21“ og „Forynjurnar“ – sunnudagur 26. janúar kl. 18

Franska kvikmyndahátíðin kynnir: Glæpakvöld í Bíó Paradís! Við bjóðum upp á tvær frábærar kvikmyndir úr smiðju Henri-Georges Clouzot þar sem dulúð og spenna ráða ríkjum! Þetta glæpakvöld verður í boði í samstarfi við Institut Français. Myndirnar verða sýndar á frönsku með enskum texta. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur er sérlegur kynnir kvöldsins.   Morðinginn býr í númer…

20 ára afmæliskvöld „Amélie“ – laugardagur 25. janúar kl. 20

20 ára afmælissýning Myndin er klassísk perla í franskri kvikmyndagerð en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2001 og hlaut meðal annars Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, BAFTA‐ og César‐ verðlaunin. 20 ára afmælissýning Frönsku kvikmyndahátíðarinnar laugardagskvöldið 25. janúar kl 20:00. Sýnd með íslenskum texta í sal 1 Sýnd með enskum texta í sal 2